Youth Survey
Sameiginleg framtíð okkar
Ef þú ert á aldrinum 14-18 ára, þá viljum við gjarnan heyra frá þér!
Hvaða gildi og eiginleikar finnst þér skipta mestu máli? Hversu mikil áhrif finnst þér þú geta haft á að móta framtíðina?
Niðurstöðurnar verða kynntar á fimmtu alþjóðlegu Spirit of Humanity ráðstefnunni sem ber yfirskriftina, Towards a Loving World – Leadership and Governance for Well Being. Ráðstefnan verður haldin dagana 3.-5. júní 2021 og eru Reykjavíkurborg og Höfði friðarsetur meðal samstarfsaðila ráðstefnunnar.
Í umræðum um það sem varðar framtíð heimsins, skiptir miklu máli að raddir ungs fólks fái að heyrast. Eftir að niðurstöður könnunarinnar liggja fyrir verður unnið áfram með þær og er hugmyndin að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að eiga samræður um þessu mikilvægu málefni.
Hér má finna upplýsingar um ráðstefnuna: www.sohforum.org